Myndband sem sýnir mann gefa manneskju þungt kjaftshögg er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en atvikið átti sér stað við Borgarholtsskóla í Grafavogi. Rétt er að vara við efni þess.
Svo virðist vera sem það sé kona sem verður fyrir högginu, en það hefur þó ekki fengist staðfest. Ljóst er að skellurinn er þungur og fellur manneskjan í jörðina.
Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, staðfestir í samtali við DV að atvik hafi átt sér stað við skólann fyrr í dag. „Það átti sér stað atvik hér fyrr í dag. Við lítum þetta alvarlegum augum og þetta er komið í ferli. Þar sem um nemendur er að ræða get ég ekki tjáð mig meira um málið,“ segir Ársæll.