Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið að því er segir í umfjöllun Fréttablaðsins. Haft er eftir Jóni Magnúsi Kristjánssyni, yfirlækni bráðalækninga á Landspítalanum, að samstarfið við heilsugæsluna sé gott og þetta sé liður í því að þeir sem þurfi þjónustu fái meðferð við hæfi.
„Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna.“
Er haft eftir Jóni sem sagði einnig að þetta hafi veitt Landspítalanum möguleika og bolmagn til að taka á móti fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.