fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Íslendingur vildi fá að heita Sukki – Þetta sagði mannanafnanefnd

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2019 11:24

Eiginnafnið Sukki er dregið af nafnorðinu sukk. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nafnorðið sem nafnið er dregið af hefur því mjög neikvæða merkingu,“ segir í úrskurði mannanafnanefndar frá 25. mars síðastliðnum. Á fundi nefndarinnar var ósk manns um að taka upp eiginnafnið Sukki hafnað.

Í lögum um mannanöfn kemur meðal annars fram að eiginnafn megi ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Það var einmitt það skilyrði sem reyndi á í þessu tiltekna máli, segir í úrskurði nefndarinnar.

„Eiginnafnið Sukki er dregið af nafnorðinu sukk, sem merkir ‘svall, óregla; eyðslusemi, óráðsía’ eða ‘hávaði, háreysti’. Nafnorðið sem nafnið er dregið af hefur því mjög neikvæða merkingu,“ segir í úrskurðinum.

„Þegar svo háttar að fullorðinn maður sækir um að taka upp nýtt nafn er ekki unnt að fullyrða að nafnið verði nafnbera til ama. Hins vegar verður ekki hjá því komist að hafa í huga að með því að setja nafn á mannanafnaskrá er það um leið orðið mögulegt nafn fyrir nýfædd börn. Gera má ráð fyrir að eiginnafnið Sukki geti hugsanlega orðið barni til ama og því er ekki heppilegt að slíkt nafn sé á mannanafnaskrá.“

Beiðninni var því hafnað.

Þá hafnaði nefndin einnig beiðni um eiginnafnið Thurid þar sem það taldist ekki ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Þá var beiðni um eiginnafnið Valthor einnig hafnað. Nefndin samþykkti þó beiðnir um eiginnöfnin Systa og Lynd og voru þau færð á mannanafnaskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu

Afhjúpanir í nýrri skýrslu – Trump-fjölskyldan hefur þénað milljarða dollara á forsetaembættinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun