Lögreglan á Akureyri óskar eftir aðstoð þeirra sem eiga leið um miðbæ Akureyrar við að finna sex ára einhverfan dreng. Drengurinn fór frá móður sinni á Ráðhústorgi klukkan 16:00.
Drengurinn er í gulum vindjakka með marglitað buff og í nýjum svörtum skóm.
Þeir sem hafa séð hann er bent á að hringja í 112 .
Uppfært : 18:29
Drengurinn er fundinn og lögregla þakkar kærlega fyrir hjálpina sem skilaði sér.