fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Þrír piltar á einni vespu reyndu að stinga lögreglu af: Málið tilkynnt til barnaverndar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. apríl 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrjá drengi á einni vespu bar fyrir augu lögreglumanna á Suðurnesjum í vikunni. Gerð var tilraun til að stöðva för þeirra með því að blikka aðalljósum á lögreglubifreiðinni en þeir sinntu því ekki heldur óku gegn einstefnu. Sást til þeirra þar sem þeir hentu sér af vespunni, létu hana inn í garð og hlupu í burtu.“

Þetta segir lögreglan á Suðurnesjum í skeyti sem hún sendi fjölmiðlum. Hafi piltarnir haldið að þeir myndu sleppa skjátlaðist þeim því lögreglumenn hittu tvo þeirra á gangi skömmu síðar en þeir vildu ekki kannast við neitt. Vespan var því haldlögð og komið fyrir á lögreglustöð.

„Þegar líða tók á daginn kom einn piltanna og vildi sækja hjólið. Honum var tilkynnt að hann fengi það ekki afhent nema koma með forráðamann með sér, sem hann gerði skömmu síðar. Málið var tilkynnt til barnaverndar,“ segir lögreglan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt