fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Sema Erla hrósar Grand hóteli: „Í sameiningu komum við í veg fyrir að hatrið muni sigra!“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. apríl 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar fréttir bárust af því í gær að Grand hótel ætlaði að hýsa námskeið um vopnaburð fyrir íslenskt öfgafólk sem nú ætlar að fara að vopnavæðast gegn innflytjendum á Íslandi, greindi ég, ásamt fleirum, stjórnendum hótelsins frá óánægju minni með að hótelið væri að hýsa slíkan viðburð og taka þar með þátt í að ýta undir hatur og öfgar gegn innflytjendum í samfélaginu okkar og bregðast þar með samfélagslegri skyldu sinni.“

Svona hefst stöðufærsla baráttukonunnar Semu Erlu Serdar, stofnanda Solaris – samtaka fyrir hælisleitendur. Fjallað var um málið í gær en í fréttum kom fram að kynningarfundur European Security Academy ætti að fara fram á Grand hótel og nokkrir sem ætluðu að sækja fundinn vildu nýta þekkinguna til að verjast innflytjendum og vopnast gegn þeim.

Salvör Lilja Brandsdóttir, hótelstjóri Grand hótels, sagði að ekki kæmi til greina að kynningarfundurinn færi fram í hótelinu.

Sjá einnig: Námskeið í vopnaburði verður ekki á Grand Hótel

Á Facebook-síðu sinni segir Sema þessa þróun staðfesta það að Grand hotel hafi tekið skýra afstöðu gegn hatri.

„Grand hótel hefur nú úthýst öfgafólkinu úr sínum húsakynnum. Þau setja þar með mikilvægt fordæmi fyrir aðra og eiga miklar þakkir skilið fyrir það. Það eiga líka allir skilið sem höfðu samband við hótelið og lýstu vanþóknun sinni á þessu, þeirra á meðal starfsfólk hótelsins, og þeir sem gerðu það með öðrum hætti. Hér er um stórt og mikilvægt skref að ræða, en Sólon hefur í kjölfarið hafnað beiðni hópsins um að fá að funda þar.

Svona á að gera þetta! Baráttan gegn öfgum og hatri í samfélaginu er sameiginleg barátta okkar allra. Við berum öll samfélagslega ábyrgð, óháð stöðu okkar í samfélaginu og hlutverki. Það á líka við um fyrirtæki og þá sem stýra þeim. Þessi barátta er erfið og hún getur tekið á, það er mikilvægt að við stöndum saman, styðjum hvort annað og hrósum fyrir vel unnin verk. Í sameiningu komum við í veg fyrir að hatrið muni sigra!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt