fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Læsti sig inni á salerni til að sprauta sig

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. apríl 2019 08:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og eru fjölmörg verkefni skráð í málaskrá. Talsvert var um ölvun í miðborginni og tengjast mörg verkefni henni.

Þrjú þjófnaðarmál í verslunum komu á borð lögreglu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Í öll skipti náði lögregla af hendur í hári meintra geranda og var þeim sleppt að loknum skýrslutökum.

Upp úr klukkan eitt í nótt hafði lögregla afskipti af pari á veitingastað í miðborginni sem neitaði að greiða reikninginn sinn. Um klukkustund síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu á öðrum veitingastað, en þar inni var maður til vandræða. Hann brást ókvæða við afskiptum lögreglum og var hann vistaður í fangaklefa fyrir að fara ekki að fyrirmælum.

Rétt fyrir fjögur í nótt óskuðu dyraverðir eftir aðstoð lögreglu vegna ofurölvi konu sem gat ekki gert grein fyrir sér sökum ölvunar. Gat hún ekki sagt hvar hún ætti heima og var hún því vistuð í fangaklefa þar til ástand hennar lagast.

Tvö slys voru tilkynnt til lögreglu í gærkvöldi og í nótt, annars vegar í verslun í Skeifunni klukkan 20 í gærkvöldi þar sem starfsmaður hafði að líkindum fótbrotnað. Hins vegar féll maður í tröppum á veitingastað í miðborginni upp úr miðnætti, en meiðsl hans eru talin minniháttar.

Loks voru tveir ökumenn stöðvaðir í miðborginni. Annar er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna en hinn ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Þá hafði lögregla afskipti af manni sem hafði læst sig inni á salerni verslunar í Breiðholti í gærkvöldi til að sprauta sig. Starfsfólk verslunarinnar óskaði eftir aðstoð lögreglu við að koma manninum út og gekk það að lokum. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ökumanns sem lá sofandi fram á stýrið á bifreið sinni meðan hún var í gangi.

Hálf fjögur í nótt var tilkynnt um mann sem lá í götunni við Hlíðarveg. Lögregla kom manninum til aðstoðar og í öruggt skjól. Rétt fyrir fjögur í nótt var svo tilkynnt um konu sem gekk í veg fyrir bifreiðar í Breiðholti. Konan var ölvuð og var henni komið í öruggt skjól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt