Gjaldþrot WOW air hafði áhrif á ferðaáætlanir fjölmargra einstaklinga um heim allan – ekki bara á Íslandi. Útlendingar voru strandaglópar hér á landi, Íslendingar strandaglópar erlendis á meðan aðrir komust ekki í draumafríið sitt.
Ein þeirra er hin þrítuga Lynsey Bennett, fyrirsæta frá Longford á Írlandi. Lynsey hefur barist við erfitt leghálskrabbamein að undanförnu. Krabbameinið greindist fyrst í janúar 2017 og fór hún bæði í lyfja- og geislameðferð. Þá gekkst hún undir legnám í febrúar 2017. Læknar töldu sig hafa unnið bug á meininu í kjölfarið en í mars 2018 greindist hún aftur með krabbamein.
Lynsey þekkir vel hversu erfitt viðureignar krabbamein getur verið því nokkur ár eru síðan móðir hennar tapaði sinni baráttu við sjúkdóminn.
Lynsey fékk hins vegar frábærar í byrjun þessa árs þegar læknar tilkynntu henni að meinið væri farið. Og til að fagna því ákváð hún, ásamt vinum sínum, að skella sér í draumafríið til Íslands. Rétt áður en hópurinn hugðist fara í ferðina komu hins vegar slæmar fréttir: WOW air var gjaldþrota og allar aðrar flugferðir ti Íslands höfðu rokið upp í verði.
Lynsey segir í samtali við írska fjölmiðla að hún hafi verið búin gera lítinn lista (e. bucket list) yfir þá atburði sem hún sig nauðsynlega þurfa að gera. Einn af þessum hlutum var að fara til Íslands og sjá norðurljósin og Bláa lónið.
„Þessi tvö atriði voru alltaf á þessum lista svo vinir mínir bókuðu ferð fyrir okkur.“ Sem fyrr segir var fluginu hins vegar aflýst á síðustu stundu. Þegar fréttir af erfiðleikum WOW bárust spurði Lynsey félagið á Twitter hvort ferðir félagsins í apríl yrðu ekki örugglega farnar. Svör voru fljót að berast og var Lynsey sagt að hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. En stuttu síðar kom áfallið þegar WOW fór í þrot.
„Við trúðum þessu ekki. Þetta var mjög svekkjandi,“ segir Lynsey. Sem betur fer var ferðin bókuð með kreditkorti og fór svo að tryggingafélög dekkuðu hugsanlegt fjárhagstjón. Þeim tókst einnig að afbóka hótelgistinguna þannig að fjárhagslegt tjón er ekki neitt. En eftir situr þó svekkelsi yfir því að komast ekki til Íslands. Vinirnir athuguðu hvort hægt væri að komast til Íslands með öðru flugfélagi en eftir fall WOW hækkaði verð á flugi til Íslands upp úr öllu valdi.
Lynsey segir að jákvæðni hafi komið henni langt í baráttunni við krabbameinið og hún muni halda því áfram þó ferðin til Íslands hafi fallið niður. Hver veit nema Lynsey eigi eftir að heimsækja Ísland síðar meir?