fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Aldrei fleiri notendur á DV.is – Stærsta dægurmáladeild landsins

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. apríl 2019 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýjum tölum Gallup um lestur netmiðla hafa aldrei fleiri notendur heimsótt DV.is en í síðustu viku. Notendum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin misseri en í síðustu viku voru innlendir notendur 407.430 talsins. Þegar Íslendingar í útlöndum eru teknir með í reikninginn er fjöldinn 467 þúsund. Að meðaltali heimsóttu 147 þúsund notendur vefinn á degi hverjum, þar af rúmlega 131 þúsund hér á landi..

Dægurmáladeild DV.is er sú stærsta og vinsælasta á vefmiðli hér á landi. Undir hana heyra undirvefirnir Fókus, Bleikt og Matur. Í síðustu viku heimsóttu 251.316 innlendir notendur vef Fókus, 108.580 vef Bleikt og 69.303 Matarsíðuna. Til samanburðar heimsóttu 193.008 Lífið á Vísi.is og 184.500 manns heimsóttu Smartlandið á mbl.is. Umsjónarmaður dægurmáladeildar er Lilja Katrín Gunnarsdóttir.

Fréttahlutinn er eftir sem áður sterkur á DV.is, en rúmlega 290 þúsund innlendur notendur lögðu leið sína þangað í liðinni viku.

Flettingum hefur einnig fjölgað mikið og voru þær að meðaltali rúmlega 897 þúsund á degi hverjum í síðustu viku.

„Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðustu vikur og við erum afar þakklát okkar trausta lesendahópi. Þó að ritstjórnin sé ekki sú fjölmennasta á landinu er valinn maður í hverju rúmi. Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á fjölbreytt efni þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þessar glæsilegu tölur eru hvatning fyrir okkur að gera enn betur,“ segir Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri DV. Einar tók tímabundið við ritstjórn miðilsins eftir að Kristjón Kormákur Guðjónsson lét af störfum sem aðalritstjóri á dögunum. Honum til aðstoðar er Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri.

DV vill að lokum þakka Kristjóni Kormáki samfylgdina á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt