Ekkert lát virðist vera á hrollvekjandi SMS-skilaboðum sem Una Hildardóttir, varaþingmaður og gjaldkeri flokks Vinstri grænna, fær reglulega. Líkt og DV greindi frá á dögunum þá fékk hún heldur óhugnanlegt SMS frá erlendu fyrirtæki sem virtist vita furðumikið um hennar hagi. Það virtist vita að hún væri ólétt og væri á leið til Bandaríkjanna.
Sjá einnig: Una fær hrollvekjandi SMS: „Hvernig veit þetta fyrirtæki að ég sé ólétt“
Nú er Una byrjuð að fá jafnvel enn verri SMS. „Er í alvöru enginn að lenda í endalausum SMS auglýsingum? Nú er einhver frá Ísrael að reyna að sannfæra mig um að ganga í Hamas,“ skrifar Una og birtir mynd af SMS-inu mál sínu til stuðnings. Einn spyr hana hvort þetta geti tengst því sem hún hafi skoðað á netinu. Því neitar Una. „Allavegana ekki Hamas,“ segir Una. Í augum margra er Hamas hryðjuverkasamtök og flokkast samtökin þannig til dæmis hjá Evrópusambandinu, Kanada og Bandaríkjunum svo dæmi séu tekin. Um þetta er þó deilt líkt og allt annað sem tengist Ísrael og Palestínu.
Er í alvöru enginn að lenda í endalausum SMS auglýsingum? Nú er einhver frá Ísrael að reyna að sannfæra mig um að ganga í Hamas. pic.twitter.com/8AV9yUo2xe
— Una Hildardóttir (@unaballuna) April 5, 2019