Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Magnúsi Garðarssyni, fyrrverandi forstjóri United Silicon. Magnús var í fyrra dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi og var sviptur ökuréttindum í 12 mánuði vegna áreksturs á Reykjanesbrautinni
Líkt og frægt er orðið var Magnús 180 km hraða þegar hann klessti á annan bíl. Magnús var handtekinn á vettvangi en hann neitaði því að hafa verið handtekinn í samtali við DV og sagðist aðeins hafa fengið far hjá lögreglumanni í vinnuna. Fyrir dómi neitaði hann því að hafa verið á 180 km hraða en hann hafi hnerrað rétt fyrir áreksturinn sem olli því að hann spólaði. Rannsóknir á Tesla-bílnum leiddu í ljós að hann var á þessum mikla hraða rétt áður en áreksturinn varð.
Saksóknari fór fram á að Tesla-bíll Magnúsar yrði gerður upptækur og féllst Landsdómur á það í dag. Að öðru leyti var dómur Héraðsdóms óraskaður. Sannað þótti að Magnús hefði verið á 180 km hraða þegar áreksturinn varð á Reykjanesbrautinni. Tesla-bíll Magnúsar er afar kraftmikill, eða 690 hestafla.