Nokkrir þeirra sem munu sækja kynningarfund hjá European Security Academy (ESA) á morgun vilja nýta þekkinguna til að verjast innflytjendum og vopnast gegn þeim. Þessu greinir Stundin frá í dag.
„Almenningur í Evrópu er mjög þreyttur. Hann vill löndin sín til baka. Almenningur vill halda sinni menningu og sínu þjóðríki og sérkennum þess og einkennum. En hnattvæðing í dag er að vaða yfir allt og alla,“ hefur Stundin eftir Maríu Magnúsdóttur, stjórnarmeðlimi í Frelsisflokknum.
María frétti af kynningarfundinum frá umsjónarmanni Facebook-síðu samtakanna Vak, sem eru samtök um evrópska menningu. Umsjónarmaðurinn, Sigurfreyr Jónasson, sem tilheyrir jafnframt hópi útibús ESA á Íslandi, hefur beðið væntanlega fundagesti að svara ekki blaðamönnum Stundarinnar.
María Magnúsdóttir kallar leiðtoga í Evrópu gungur, sama gildi um leiðtoga á Íslandi. Einu flokkarnir sem hafi þor til að til að tala á Íslandi, og séu í þann mund að rísa upp, séu Frelsisflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin og Miðflokkurinn.
Stundin bendir á að innflytjendur á Íslandi komi flestir frá Evrópuríkjum. Stærsti hluti þeirra sé frá Póllandi, þar næst Litháen og Lettlandi. Algengasti hópurinn sem komi ekki frá Evrópu séu aðilar frá Filippseyjum. Þessir hópar eigi það sameiginlegt að hafa gott aðgengi að vinnumarkaði, séu meðlimir í stéttarfélögum og búi við gæði og öryggi á við aðra.
Til að setja fjölda múslima í samhengi þá hafi um þúsund múslimar verið skráðir á Íslandi árið 2017, en um þrjú þúsund í félagi Zúista og tæplega tvö þúsund hjá Siðmennt.
María er almennt ekki hlynnt skotvopnum en sé þó tilbúin að beita þeim gegn innflytjendum.
„Ég er ekkert hlynnt skotvopnum, en hvað gerðum við? Ef þetta heldur svona áfram í Evrópu þá endar þetta með skotvopnum. Því miður.“
Einnig var rætt við ungan mann á Suðurlandi sem vill ekki geta nafn síns. Hann segist lítið hrifinn af straumi innflytjenda til landsins, þá einkum þá sem iðki íslamska trú. Trúin sé öfgafull og hafi slæmar afleiðingar. Íslendingar séu varnarlausir þar sem hér er ekki að finna her og því þurfi almenningur að verjast, jafnvel með skotvopnum.
Þriðji maðurinn sem Stundin ræddi við sagðist upphaflega ætla að sækja fundinn til að læra að bjarga sér í óbyggðum og beita sjálfsvörn í átökum. Þó hafði hann samband að nýju og bætti við að stjórnvöld í Evrópu dreymi um kommúnískt Evrópusamband þar sem málfrelsið sé fótum troðið. Hann hafði áhyggjur af því að þar sem Evrópubúum fækki því barneignum fari fækkandi, muni innflytjendur koma og fjölga sér ótæpilega.
„Fólk er flutt inn sem eignast mun fleiri börn og er vant fasískri hugmyndafræði í formi Íslam.“
Samkvæmt greiningardeild Ríkislögreglustjóra, úr skýrslu frá 2017, eru vopn aðgengileg íslenskum almenningi og rúmlega 72 þúsund skotvopn löglega skráð hérlendis. Í skýrslunni segir að ekki sé vitað til þess að á íslandi séu hópar eða samfélög sem aðhyllist herskáan íslamisma eða annars konar ofbeldisfulla öfgahyggju. Mögulega hryðjuverkaógn sé í einhverjum tilvikum tengt pólitískum öfgahópum:„að pólitískir öfgahópar í einstökum ríkjum Evrópusambandsins herði enn á viðleitni sinni til að gera stefnu stjórnvalda í málefnum flóttafólks og hælisleitenda að deiluefni og stuðli að sundrung í því skyni að nýta umræðuna í eigin þágu“. Skýrslan tekur jafnframt fram að hatursorðræða hafi aukist mikið á samfélagsmiðlum.
Tístaranum Miriam varð mikið um umfjöllun Stundarinnar:
„Á ekki orð yfir hvað þetta hræðir mig.“
Á ekki orð yfir hvað þetta hræðir mighttps://t.co/qSdd7VwBgJ
— Miriam Petra (@mpawad) April 5, 2019
Sækja kennslu í vopnaburði vegna innflytjenda: „Fólk vill vera tilbúið“ https://t.co/CL8snWRUnl
— Hrafn Arnarson (@vinnandi) April 5, 2019
Það eru ekki komin hundrað ár frá því að sama hugsun var í gangi í þýzkalandi og við eigum að gera okkur grein fyrir því hvernig það endaði. Þeir sem ekki læra af söguni eru dæmdir til að endurtaka hana! https://t.co/7xQsnIKw0d via @stundin
— Bjarkih (@bjarki_42) April 5, 2019