fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Arnar kallar vændiskonur kynlífsþjóna: „Engin hinna útlendu kvenna, sem seldu kynlífsþjónustu, gerði það nauðug“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sverrisson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi yfirsálfræðingur geðdeildar á Akureyri, gefur ekki mikið fyrir umfjöllun Kveiks um vændi á Íslandi og vænir Láru Ómarsdóttur um bellibrögð. Þá segir hann yfirlýsingar hennar í umfjöllun Kveiks „náttúruhamförum“ líkastar. Í grein hans á Vísi kallar hann vændi kynlífsþjónustu og vændiskonur kynlífsþjóna.

„Glíma Láru við eigin fordóma var stundum grátbrosleg eins og t.d. þegar hún í vandlætingarundrun spyr viðmælanda sinn, fyrrum kynlífsþjón (vændiskonu) að því, hvernig hún hafi sinnt fjórtán viðskiptavinum á einni „vakt“. Með því, að liggja sem mest á bakinu, var hið kankvíslega svar.“

Arnari þykir val Kveiks á viðmælendum einnig gagnrýnisvert:

„Nokkrir erlendir kynlífsþjónar og tveir íslenskir (annar þeirra úr skóla Stígamóta), kynlífskaupendur, löggæslufólk og kvenfrelsarar í meðferðarstörfum og stjórnsýslu. Tveir fyrstnefndu hóparnir voru lokkaðir til viðtala/yfirheyrslu, nema íslensku kynlífsþjónarnir. Engin hinna útlendu kvenna, sem seldur kynlífsþjónustu, gerði það nauðug.“

Ekki er ljóst hvað Arnar meinar með skóli Stígamóta, en blaðamanni þykir líklegt að með því sé hann að vísa til þeirra sem hafa átt samtal við samtökin. Hann segir þó Láru og fleiri fréttamenn RÚV hafa gengið í þann skóla.

Arnar segir að Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar og einn viðmælanda Kveiks í umræddri umfjöllun, hafi átt fullt í fangi með að leyna andstyggð sinni á vændi.

„„Það ætti ekki að vera sjálfsagt að kaupa líkama annarrar manneskju,“ telur hún.  (Leyfi mér að gera ráð fyrir, að hún eigi við aðgang að kynfærum sérstaklega. Fólk selur nefnilega líkami sína umvörpum.) Yfirmaður vændiskvennahjálparsveitar sama embættis virtist vonsvikinn yfir því, hversu fáar vændiskonur vildu þiggja hjálp hans.“

Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur, kallar hann kvenfrelsara. Ætla má að kvenfrelsari sé hans orð yfir femínista og segir hann „ástarsamband RÚV og öfgakvenfrelsara“ eftirtektarvert.

Í umfjöllun Kveiks var tekið fram að vændi tengist undirheimum Íslands og oft sé vændi leið til að fjármagna fíkn. Þetta segir Arnar að byggi á sögusögnum.

„Eins og við má búast koma karlar í brennidepil Láru sem afbrotamenn (sem þeir eru samkvæmt íslenskum lögum). Lára yfirfærir ágiskanir lögregluyfirvalda í Noregi og Svíþjóð um fjölda karlkyns vændiskaupanda og áætlar að þrettán til sautján þúsund íslenskir karlar kaupi sér kynlíf hjá atvinnumönnum.“

Hann vísar í fjölda erlendra rannsókna sem hann segir að byggi ekki á fordómum gegn vændi. Niðurstaða einnar rannsóknarinnar samkvæmt Arnari er að aðeins vændiskonur götunnar séu óhamingjusamar.

„Á hinn bóginn eru fylgdarkonur, sem starfa í vændishúsum, nektarstöðum eða nuddstofum oft og tíðum afar ánægðar með starf sitt sökum sjálfdæmis, launa, styrks og tiltölulega öruggs vinnuumhverfis, samfara takmarkaðri áhættu á handtöku.“

Arnar telur að hvorki Lára né viðmælendur hennar geri sér grein fyrir umfjöllunarefninu.

„Samkvæmt lýsingum má þó leiða að líkum, að um sé að ræða konur, sem áttu verulega bágt, áður en þær ákváðu að leggja fyrir sig kynlífsþjónustu. Staðhæfingar um orsakir og afleiðingar eru hrein hugarfóstur, sem ekki hafa við nein gild fræði að styðjast. Sjúkdómsgreiningar eru ærið vafasamar. Á sjúkrastofnunum, þar sem starfsmenn eru vandir að faglegri virðingu sinni, eru slíkar greiningar á ábyrgð sérfræðinga í klínískri sálfræði eða geðlækningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug

Kærði ákvörðun um að fá ekki ökuréttindi aftur eftir að hafa verið sviptur ævilangt fyrir áratug
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn

Meintur níðingur á Múlaborg var undir sérstöku eftirliti – Tilkynnt um „sérkennilegt háttalag“ í kringum börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt