fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Þorsteinn birtir mynd og segir: „Ég verð að viðurkenna að mér blöskrar“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórnmálamenn sem mæra krónuna okkar tala sjaldan um það hvað hún kosti okkur. Ég held að það sé full ástæða til að skoða það aðeins og spyrja okkur hvað gjaldmiðillinn megi kosta.“

Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Þorsteinn birti á Facebook-síðu sinni í gær mynd af vaxtamun krónunnar við aðrar myntir sem kostar okkur um 200 milljarða króna á ári. Í dag fjallar Þorsteinn um annan kostnaðarlið, þó öllu minni, sem er það álag sem við borgum fyrir að nota kortin okkar erlendis eða þegar við greiðum í erlendri mynt, til dæmis við kaup á netinu. Þorsteinn birtir mynd máli sínu til stuðnings sem má sjá hér neðst í fréttinni.

„Bankarnir/kortafyrirtækin taka um 3-4% álag ofan á skráð gengi krónunnar hverju sinni fyrir umstang sitt í alþjóðlegri greiðslumiðlun. Miðað við erlenda kortaveltu okkar Íslendinga greiðum við því um 6 milljarða króna á ári í krónuskatt á kreditkortin okkar. Ég verð að viðurkenna að mér blöskrar hversu mikill þessi gengismunur er fyrir ekki merkilegri hlut en að greiða reikninga í evru eða dollar með kortinu mínu,“ segir Þorsteinn.

Myndin sem hann birtir sýnir annars vegar almennt gengi og hins vegar kortagengi sama banka á sama tíma.

„Þetta okurgjald endurspeglar líka þá litlu samkeppni sem er á íslenskum fjármálamarkaði, sér í lagi þegar kemur að viðskiptum einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Kostnaður okkar af því samkeppnisleysi er mun meiri en þessir 6 milljarðar,“ segir Þorsteinn sem bindur vonir við að neytendur geti sparað háar fjárhæðir með aukinni alþjóðavæðingu bankastofnana.

„Framundan er bylting í fjármálaþjónustu með tilkomu alþjóðlegra fjártæknifyrirtækja. Þeim mun fylgja stóraukin samkeppni um bankaviðskipti einstaklinga á netinu. Verið er að brjóta niður landamæri í bankaviðskiptum með tiheyrandi sparnaði fyrir neytendur. Stóra spurningin fyrir okkur Íslendinga er hvort slík þjónusta verði í boði fyrir okkur hér í Krónulandi. Hingað til hafa erlendir bankar engan áhuga haft á því að sinna hér viðskiptum í íslenskum krónum. Er ekki kominn tími til að spyrja hvað má krónan kosta?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar