fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Snjalltæki geta numið hvernig okkur líður: „Við lifum í vísindaskáldsögu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný persónuverndarlög hafa valdið mörgum heilabrotum um nákvæmlega hvað það er sem má og má ekki segja eða birta á netinu. Má birta nöfn fermingarbarna í blöðum? Má fá lista yfir fyrrum bekkjarfélaga og símanúmer frá gamla grunnskólanum til að skipuleggja endurfundi?

Samkvæmt Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, gætir misskilnings í samfélaginu um þessi efni, margir séu jafnvel farnir að fara offari við að gæta að persónuupplýsingum sem jafnvel er ekki óheimilt að birta.

Fermingarupplýsingar eru viðkvæmar persónuupplýsingar, trúarbrögð eru viðkvæmar persónuupplýsingar,“ sagði Helga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þrátt fyrir að upplýsingar um trúarbrögð teljist viðkvæmar þá sé það ekki svo að alfarið sé bannað að birta þær. Til dæmis væri hægt að einfaldlega spyrja fermingarbörn hvort þau kæri sig um að nöfn þeirra og fermingarupplýsingar birtist  í blöðum. „Væntanlega myndi meira en helmingurinn, næstum 100 prósent vilja vera í blöðunum.“

Meginástæðan fyrir nýjum persónuverndarlögum er tæknibyltingin. Einstaklingar eru í dag undir miklu eftirliti og gífurlegt magn af persónuupplýsingum verður til þegar þeir nota netið.

„Allt sem við gerum á netinu er skráð og skoðað. Allt sem við gerðum á samfélagsmiðlum er skráð og skoðað.“

Upplýsingar sem einstaklingi þykja kannski nauða ómerkilegar geta gengið kaupum og sölum hjá fyrirtækjum sem geta nýtt þær til að hafa áhrif á hegðun viðkomandi. Snjalltæki eru jafnvel farin að hlusta á blæbrigði radda okkar til að greina skapgerð. Ertu reiður? Glaður? Þunglyndur eða kvíðinn ? Forrit í snjalltækjum þínum geta numið blæbrigði raddarinnar og jafnvel svipbrigði til að greina persónuleika þinn, andlegt ástand og fleira. Þetta getur skipta máli fyrir persónusniðnar auglýsingar og jafnvel til að hafa áhrif á hvernig þú kýst. Ef þú fyllir út umsókn á netinu um lán er jafnvel farið að skoða hvernig þú fylltir út umsóknina og hversu langan tíma það tók þig. Það gæti haft áhrif á hvort lánveitandi telur þig vera borgunarmann eða ekki.

„Við lifum í vísindaskáldsögu,“ sagði Helga og greindi frá því að hægt sé að nema um 52 þúsund mismunandi hegðunareinkenni  um fólk í gegnum netið.

„Er þetta lærður einstaklingur? Er hann með gagnrýna hugsun? Er hann með virka hlustun?“

„Er viðkomandi reiður, með sjálfsdepurð eða kvíða“

Samkvæmt Helgu er stefnir tæknin að því að því að brjótast alla leið inn í hugsanir okkar.

„Hvaða friðhelgi og einkalíf eigum við eftir þegar tæknin er komin þangað“

„Það er kannski þegar búið að gerast“

Hún tók dæmi um niðurstöðu Brexit kosninganna og síðustu forsetakosningar Bandaríkjanna.

„Það er verið að vinna út frá því að það hafi þegar átt sér stað. Ósæmileg áhrif á kjósendur í Brexit niðurstöðu og í Trump niðurstöðu.“

Persónuvernd á Íslandi er nú í frumkvæðisathugun á síðustu kosningum hérlendis til að kanna hvort ósæmileg áhrif hafi verið höfð á kjósendur hérlendis. Nýjum persónuverndarlögum er ætlað að vernda einstaklinga gegn þeim hafsjó af upplýsingum verða til við notkun snjalltækja. Persónuupplýsingar eru verðmæti fyrir þá sem hafa hagsmuni af því að skilja hvernig við sem einstaklingar hegðum okkur. Til dæmis varðandi hvað við kaupum á netinu, varðandi áhugamál okkar, andlega líðan, fjölskyldumynd og svo margt margt fleira. Heilu starfsgreinarnar eru farnar að spretta upp erlendis sem varla hafa fengið íslenska þýðingu í dag. Starfsgreinar þar sem unnið er að því að greina persónuupplýsingar í viðskiptaskyni.

„Við erum rýnd niður í öreindir. Þess vegna eru lögin að koma til bjargar til að  hemja fyrirtækin og hemja stjórnvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar