„Þetta er óvenjuleg stund en ég er algjörlega sannfærð um að þessir samningar og útspil ríkisstjórnarinnar eru grundvöllur að víðtækri sátt um efnahagslegan en ekki síst félagslegan stöðugleika til næstu ára,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er hún setti kynningarfund í ráðherrabústaðnum á lífskjarasamningunum sem undirritaðir voru í kvöld. Sagðist Katrín telja að þessi stund í kvöld væri undirstaða að miklu styrkari sambandi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins en verið hefur.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, kynnti samninginnn frá sjónarhóli samtakanna. Samningurinn felur í sér fjóra þætti:
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, kynnti launahækkanir en þær verða minnstar á þessu ári. 17 þúsund króna launahækkun á launatöxtum verður frá og með 1. apríl. Áhersla er á krónutöluhækkarnir og fallið frá prósentuhækkunum. Árið 2020 verður 27.000 kr. hækkun launataxta. Launahækkanir á næsta ári verða hagvaxtartengdar og geta orðið hærri með auknum hagvexti.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum eru metnar á um 80 milljarða. Þeim verða gerðar nánari skil á morgun.