Meðlimir Sigur Rósar neituðu sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir fjórir meðlimir sveitarinnar eru ákærðir, sem og endurskoðandi þeirra, fyrir skattsvik. Verjandi þeirra fékk frest til 20. maí til að skila greinargerð.
Hljómsveitinni er gert að sök að hafa talið rangt fram á skattaframtölum en söngvari hljómsveitarinnar Jón Þór Birgisson er einnig ákærður vegna félags í hans eigu. Brotið telst sem meiriháttar skattalagabrot.
„Ég er saklaus“ , svaraði Orri Páll Dýrason fyrir dómara, samkvæmt frétt RÚV um þingfestinguna .„Ég neita sök,“ sagði Georg Holm. „Neita sök,“ sagði Kjartan Sveinsson og söngvarinn Jón Þór svaraði: „Ég er saklaus af báðum ákærum“.
Eins og áður segir fékk verjandi frest til 20. maí til að skila greinargerð og ekki er komin dagsetning á aðalmeðferð.