fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Liðsmenn Sigur Rósar neita sök: „Ég er saklaus“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir Sigur Rósar neituðu sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Allir fjórir meðlimir sveitarinnar eru ákærðir, sem og endurskoðandi þeirra, fyrir skattsvik. Verjandi þeirra fékk frest til 20. maí til að skila greinargerð.

Hljómsveitinni er gert að sök að hafa talið rangt fram á skattaframtölum en söngvari hljómsveitarinnar Jón Þór Birgisson er einnig ákærður vegna félags í hans eigu. Brotið telst sem meiriháttar skattalagabrot.

„Ég er saklaus“ , svaraði Orri Páll Dýrason fyrir dómara, samkvæmt frétt RÚV um þingfestinguna .„Ég neita sök,“ sagði Georg Holm. „Neita sök,“ sagði Kjartan Sveinsson og söngvarinn Jón Þór svaraði: „Ég er saklaus af báðum ákærum“.

Eins og áður segir fékk verjandi frest til 20. maí til að skila greinargerð og ekki er komin dagsetning á aðalmeðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“