fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Gylfi vill ekki sjá 25 ára þak á verðtryggingu: Svona gætu afborganir ungs fólks litið út

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 14:56

Gylfi Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir erfitt að sjá ávinning í því að banna verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára. Gylfi tekur nokkur dæmi máli sínu til stuðnings.

„Eitt af því sem hefur verið hótað undanfarna daga í tengslum við kjarasamninga er að banna verðtryggð lán til lengri tíma en 25 ára. Veit ekki hvort það er rétt en það er erfitt að sjá einhvern ávinning fyrir nokkurn mann af því, sérstaklega ekki ungt fólk sem er að kaupa sitt fyrsta húsnæði,“ segir Gylfi á Facebook.

Hann tekur hann dæmi af 25 ára gömlu pari sem tekur 30 milljóna króna lán til 40 ára til að kaupa sína fyrstu íbúð.

„Þá þarf að borga um 96 þús. á mánuði af láninu í hverjum mánuði miðað við þá vexti sem nú bjóðast (upphæðin hækkar svo með verðbólgu en á móti kemur að hver króna er minna virði svo að það breytir litlu). Þau verða þá búin að greiða niður lánið um það leyti sem þau fara á eftirlaun, sem hentar líklega ágætlega,“ segir Gylfi.

Séu þau hins vegar neydd í 25 ára lán, verðtryggt eða óverðtryggt, gæti staða þeirra versnað.

„Ef þau eru hins vegar neydd í 25 ára lán þá þarf að borga 132 þús. á mánuði (og ef þau eru neydd í óverðtryggt 25 ára lán þyrftu þau að borga 152 þús. á mánuði). Það er vitaskuld töluvert erfiðara og gæti jafnvel verið óviðráðanlegt,“ segir Gylfi sem bætir við að hafa þurfi í huga að tekjur hækki almennt með aldri –  fram að miðjum aldri. Fólk á þrítugsaldri hafi því líklega lágar tekjur og framundan séu útgjöld, til dæmis vegna barneigna.

„Parið verður hins vegar búið að borga lánið um fimmtugt, þegar tekjur flestra eru nálægt hámarki og útgjöldin töluvert lægri, t.d. verður þá ólíklega verið að greiða mikið vegna barnaheimila. Það er ekki heil brú í því að þrengja að ungu fólki til að það hafi það betra þegar það verður miðaldra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar