Íbúar í Norðlingaholti hafa fengið sig fullsadda óþekktarormum í hverfinu. Einhver dæmi eru um það börn hafi stundað að klæða sig grímum og hrella fólk. Hegðun barnanna vekur óhug hjá sumum enda nokkuð óhugnanlegt þegar grímuklædd börn rífa upp hurðir á bílum.
Innan Facebook-hóps íbúa vekur Guðrún nokkur athygli af þessu. „Það voru nokkrir unglingskrakkar klæddir gulum vestum og grímum sem stóðu úti á miðri götu hér í Norðlingaholti í dag um kl.15:30 að stoppa bíla, þegar ég hægði á mér umkringdu þau bílinn en hlupu í burtu þegar ég flautaði. Heyrði svo að þau væru búin að hafast þarna við í þónokkurn tíma, rífandi upp hurðar á bílum og bara almennt að hrella fólk, þau voru víst við þessa iðju líka um helgina,“ skrifar Guðrún.
Hún bætir svo við að þetta geti verið hættulegur leikur. „Veit að þetta eru bara krakkar en mér stóð samt ekkert á sama þegar hópur af krökkum hópuðust að bílnum hjá mér fyrir utan það að þetta er bara stórhættulegt. Ef það eru einhverjir foreldar hér sem eiga börn sem eru að fara út í gulum vestum með grímur þá kannski eigiði við þau orð,“ segir Guðrún.
Af athugasemdum að dæma þá er hún ekki sú eina sem hefur lent í þessum óþekktarormum. Ein kona birtir myndband af börnunum en þar má sjá börnin hoppa á bíl. Annar íbúi birtir mynd af börnunum og skrifar: „Vorum að fylgjast með þessu út um stofugluggann í gærkvöldi, bara krakkar að fíflast en gæti endað illa.“ Fyrrnefnd Guðrún svarar honum og segir: „Pottþétt að fíflast en þegar þau eru farin að ögra fólki, rífa upp hurðar á bílum og þess háttar þá finnst mér það komið aaaaðeins yfir strikið og mér var ekkert sérstaklega skemmt.“
Sólrún nokkur segist hafa haft samband við lögreglu vegna barnanna. „Ég fylgdist með þessu í dágóðan tíma í dag og endaði svo á því að hringja í lögregluna. Löggan sagði að þetta væri alls ekki sniðugt og sagðist ætla að taka rúnt í holtið. Krakkarnir fóru fljótlega í hvarf úr mínu sjónarhorni og er ég því ekki viss um hvernig þetta endaði. En algjörlega stórhættulegur leikur hjá þeim,“ sagði hún en DV hafði samband við lögreglu á svæðinu sem kannaðist ekki við að hafa fengið málið á sitt borð.