Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hefur verið aflýst. Grapevine greinir frá þessu og er fullyrt að ástæðan sé hrun WOW Air. Samkvæmt Grapevine þá munu allir sem hafa greitt fyrir miða fá endurgreitt.
Sónar tónlistarhátíðin hófst í Barcelona árið 1994. Hátíðin átti að fara fram í sjöunda sinn dagana 25. – 27. apríl 2019 í Hörpu.
Grapevine fullyrðir að ákveðið hafi verið að aflýsa hátíðinni þar sem bæði listamenn og erlendir gestir hafi ekki getað mætt vegna hruns WOW Air.