fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Lögreglumaður dæmdur fyrir að tvífótbrjóta mann við Búlluna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 12:04

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gær sakfelldur fyrir líkamsmeiðingu af gáleysi. Hann var sýknaður af ákæru fyrir brot í opinberu starfi. Lögreglumaðurinn þarf að greiða 200 þúsund króna sekt í ríkissjóð en sæta fjórtán daga fangelsi verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna. Auk þess þarf hann að greiða brotaþolanum rúma tvær og hálfa milljón í skaðabætur.

Fréttablaðið greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað fyrir tveimur árum við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi. Óskað var eftir aðstoð lögreglu þangað vegna tveggja ölvaðra manna. Mennirnir streittust á móti handtöku og eru lögreglumennirnir þá sagðir hafa beitt þá miklu ofbeldi, svo miklu að annar þeirra tvífótbrotnaði.

Sjá einnig: Tveir lögreglumenn kærðir fyrir gróft ofbeldi – Sagðir hafa lamið liggjandi mann ítrekað með kylfu

Ítarlega var greint frá atvikinu á sínum tíma. Vitni sagði þá að lögreglumennirnir hafi dregið upp kylfur og ítrekað lamið annan manninn þar sem hann lá á jörðinni. Síðan hafi hinum manninum verið ýtt inn í lögreglubíl og hafi annar lögreglumaðurinn skellt bílhurðinni margoft á fætur hans auk þess að lemja hann ítrekað með lögreglukylfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar