fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Biggi lögga æfur: „Þetta er svo klikkað að þetta nær engri átt!“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 14:09

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, segir að lögreglumenn séu gífurlega óánægðir með dóm sem féll í gær. Lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var sakfelldur fyrir líkamsmeiðingu af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað fyrir tveimur árum við Hamborgarabúlluna við Dalveg í Kópavogi.

Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur fyrir að tvífótbrjóta mann við Búlluna

„Ég held að það sé óhætt að segja að lögreglumenn séu bæði gapandi af undrun og reiði yfir þessum dómi. Hvernig eigum við að geta unnið undir þessu? Lögreglumaður er kallaður í gífurlega erfiðar aðstæður í vinnunni þar sem hann þarf að takast á við æstan mann sem streitist mjög á móti við handtöku. Það er enga aðstoð að fá þar sem öll lögreglutæki eru upptekin. Sá handtekni fótbrotnar í átökunum og lögreglumaðurinn þarf persónulega að greiða manninum nokkrar milljónir í skaðabætur, auk þess sem hann þarf að greiða sekt og málskostnað! Er þetta í alvöru vinnuumhverfi lögreglumanna?,“ segir Birgir Örn.

Slæm skilaboð

Hann segir að dómurinn sendi slæm skilaboð til lögreglumanna. „Þarna eru send tvenn mjög slæm skilaboð. Annars vegar að það sé fullkomlega í lagi að slást við lögreglu. Ekki nóg með það, heldur eykur vaxandi mótstaða líkur á pening í vasann. Hin skilaboðin eru til okkar lögreglumanna. Þau eru að það sé viturlegast að bakka og sleppa aðila ef hann sýnir mótspyrnu. Í þessu tiltekna dæmi hefði lögreglumaðurinn átt að yfirgefa vettvang og skilja æstu mennina eftir inni á veitingastaðnum. Þá hefðu allir verið sáttir, ekki satt? Nei að sjálfsögðu ekki, en lögreglumaðurinn væri ekki búinn að sitja á sakamannabekk í marga mánuði og hann væri ekki með milljóna bótakröfu og sekt á bakinu,“ segir Birgir Örn.

Hann líkir þessu við læknamistök. „Það eru kannski einhverjir sem vilja bera þetta saman við t.d. læknamistök eða einhver álíka dæmi þar sem starfsmenn bera mikla ábyrgð. Þetta er samt ekki alveg þannig. Það væri þá líkara því að sjúklingur með magaverk myndi ítrekað ljúga að lækninum að hann væri með hausverk en kæra hann svo og fá milljónir úr vasa hans vegna þess að hann fékk magasár eftir verkjalyfin fyrir hausverknum. Þetta er svo klikkað að þetta nær engri átt!,“ segir Birgir Örn.

Liggja ekki á lausu

Hann segir að með þessum dómi sé kerfið að bregðast lögreglumönnum. „Hafandi sagt mína skoðun á þessum fáránlega dómi þá vil ég taka það fram að ég er ótrúlega ánægður með lögregluembættið mitt fyrir að ætla að greiða þessar bætur fyrir félaga minn. Við eigum samt ekki að þurfa að reiða okkur á slíkt og embættin að sjálfsögðu ekki heldur. Milljónirnar liggja ekkert á lausu hjá löggæsluembættum landsins. Ég er líka stoltur af öllum þeim starfsfélögum mínum víðsvegar af landinu sem hafa tekið sig saman og lagt inn á sameiginlegan reikning til að hjálpa til við að borga sektina og annan kostnað. Með því erum við meðal annars að segja að þetta hefði getað gerst fyrir hvert og eitt einasta okkar. Við erum hér til að vernda samfélagið en þarna er kerfið gjörsamlega að bregðast því að vernda okkur. Það einfaldlega gengur ekki upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar