fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar vildi ekki vera þekktur á Íslandi: „Ég vildi bara fá að vera í friði“ – Öll orkan fór í að borga lán, vexti og verðbætur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. apríl 2019 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það muna eflaust margir eftir Gunnari Sigurðssyni leikstjóra sem var áberandi á árunum eftir hrunið. Gunnar gerði til dæmis heimildarmyndina Maybe I Should Have sem fjallaði um orsakir og afleiðingar bankahrunsins. Málefnið þekkti Gunnar ágætlega enda var hann einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem misstu allt sitt í hruninu.

Gunnar hefur verið lítt áberandi á undanförnum árum og fyrir því er góð og gild ástæða. Honum fannst óþægilegt að vera þekktur á Íslandi. Þetta segir Gunnar í samtali við vefinn Lifðu núna.

Ferðaðist víða

Maybe I Should Have vakti talsverða athygli þegar hún kom út voru útlendingar ekki síður áhugasamir um myndina en Íslendingar. Gunnar ferðaðist erlendis í dágóðan tíma þar sem hann kynnti myndina og hélt fyrirlestra um hrunið. Var myndin meðal annars sýnd á Spáni, Japan, Frakklandi, Belgíu og Kólumbíu svo dæmi séu tekin.

Gunnar segist hafa fengið nóg af því að vera þekktur á Íslandi og þess vegna ákvað hann að draga sig í hlé frá opinberri umræðu.

„Ég tók sjálfur þá ákvörðun að draga mig út úr opinberri umræðu mér fannst óþægilegt að vera þekkt persóna á Íslandi. Ég vildi bara fá að vera í friði, ég var vanur að geta geta farið einn út að borða eða í bíó ef mig langaði og það þekkti mig enginn. Mig langaði að halda í það. Það er svo merkilegt með mína kynslóð og kynslóðirnar sem komu á undan að þær fóru alltaf í manninn en ekki málefnin. Fólk er alltaf að draga ályktanir um annað fólk út frá því hverra manna það er en ekki út frá því sem það hefur til málanna að leggja.“

Hrunið breytti honum

Þá segir Gunnar að hrunið hafi breytt honum. Hann hafi verið alinn upp þannig að hann átti að standa sig, vera í vinnu og fara ekki á hausinn. Gjaldþrot væri í raun endalok alls.

„Maður eyddi allri sinni orku í að borga lán, vexti og verðbætur. Bankinn varð alltaf að fá sitt. En svo var það litla sem manni hafði tekist að eignast tekið af manni og maður kom engum vörnum við.“ segir hann og bætir við að gjaldþrot sé ekki svo slæmt.

„Rembingurinn í mér er horfinn ég er orðinn miklu auðmjúkari en ég var. Ég áttaði mig á að áherslur mínar í lífinu höfðu verið rangar. Ég hef kynnst börnunum mínum upp á nýtt.  Ég nýt þess að vera með fjölskyldunni minni, börnunum mínum, barnabörnunum. Maður er svo heppinn að eiga góða fjölskyldu vel gerð og heilbrigð börn. Ég hef aldrei í lífinu verið í jafn góðu standi og síðast liðin fjögur eða fimm ár. Ég er loksins orðinn fullorðinn og mér hefur í einlægni aldrei þótt lífið jafn gott og skemmtilegt og það er í dag.“

Gunnar rekur í dag lítið ferðaþjónustufyrirtæki með fjölskyldu sinni sem hann segir ganga vel. „Við förum með erlenda ferðamenn í rútu- og jeppaferðir um landið og mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Ég geri og græja og er allt í öllu í þessu fyrirtæki og það hefur gert það að verkum að maður á sér líf eftir öll þessi læti,“ segir Gunnar.

Umfjöllun Lifðu núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun