fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Verkföll á morgun? Simmi segir ekkert svigrúm til launahækkana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. mars 2019 14:48

Sigmar Vilhjálmsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag reyna aðilar vinnumarkaðarins til þrautar að ná kjarasamningum og ef það tekst ekki verða verkföll í ferðaþjónustunni á morgun. Sigmundur Vilhjálmsson – Simmi Vill – sem meðal annars er þekktur fyrir að vera annar stofnandi Hamborgarafabrikkunnar, segir að 85% fyrirtækja í landinu hafi ekki svigrúm til launahækkana. Segir hann að vandamál lægri stétta samfélagsins aukist við launahækkanir. Meginmarkmiðið núna sé að tryggja atvinnu í landinu. Simmi segir að laun séu há í landinu og þetta snúist ekki um laun, heldur hvað fáist fyrir þau.

Splunkunýr  pistill Simma um kjaramálin er eftirfarandi:

Það er stór dagur í dag. Fyrirheit SA og Verkalýðsfélaga um að klára samninga ráðast í dag. Að öðrum kosti er verkfall á morgun. 
Ég hef leyft mér að hafa á þessu skoðun og hef verið talinn hugrakkur fyrir að láta þá skoðun mína í ljós. Það á ekkert skylt við hugrekki að vilja segja skoðun sína á málunum, það er í raun skylda okkar allra að gera slíkt. Þessar kjaraviðræður snúast ekki um þá lægst-launuðu og þá hæst-launuðu. Þær snúast um okkur öll. 
Staðreyndin er þessi, það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir hjá 85% allra fyrirtækja í landinu og þar með hjá 85% allra landsmanna.
Launahækkanir nuna munu hækka verðlag, það mun leiða til verðbólgu og vaxtahækkana.
Ísland er með hæstu meðallaun í Evrópu og mjög hátt verðlag.
Vandamál lægstu stétta verða meiri og stærri við launahækkanir, það er staðreynd.
Ég kom inná það á fundi Litla Íslands fyrir nokkru að vinnumarkaður og atvinnurekendur þurfa að standa saman og fá Ríkið að borðinu. Það þarf að lækka vexti, aflétta tryggingargjöldum og setja kraft í að greiða götu atvinnulífsins til að standa af sér það tímabil sem við stöndum frammi fyrir í dag. Þvi við þurfum að tryggja atvinnu og áframhaldandi kaupmátt almennings.
Ríkisbúskapurinn þarf að taka til í sínum rekstri og skila þeirri tiltekt til almenning í formi aukinna lífsgæða.
Þetta snýst ekki um laun, því þau eru há, þetta snýst um hvað við fáum fyrir launin okkar.
Regluverk á leigumarkaði, regluverk á fasteignamarkaði (fyrir eintaklinga og fyrirtæki) er nauðsynlegt og vil ég benda á Sænskar reglugerðir í því samhengi.
Ég vona því að kjaramalin verði leyst í dag með sem minnstri launahækkun, lægstu stéttum til heilla og þar með okkur öllum.
Góðar stundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun