Hann heitir Ben Baldanza og var forstjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines og sat í stjórn WOW Air. Í tvö ár reyndi hann að vara Skúla við stefnu fyrirtækisins og fá hann til að breyta henni en án árangurs. Baldanza segir fimm ástæður vera fyrir því hvernig fór fyrir WOW Air. Viðskiptablaðið og Fréttablaðið hafa greint frá þessu en grein Baldanza um WOW má lesa hér. Í tvö ár reyndi Baldanza að fá Skúla til að breyta um stefnu en án árangurs.

Baldanza segir að fimm ástæður séu fyrir því að WOW Air fór á hausinn:
- Það vantaði aga í reksturinn. Rekstrarkostnaður á hverja einingu óx eftir því sem fyrirtækið stækkaði en hið eðilega ferli er að kostnaður á hverja rekstrareiningu minnki þegar fyrirtæki stækkar.
- Það hefði átt að notast meira við vinnuafl utan Íslands sem hefði verið á lægri launum.
- Það hefði átt að opna starfstð erlendis til að vinna gegn árstíðasveiflu sem fylgi ferðamannatímabilinu á Íslandi.
- WOW Air hefði átt að safna fé í varasjóði til að undirbúa sig undir áföll. Þegar nægir peningar voru til voru þeir allir notaðir til að stækka flugvélaflotann en ekki til að spara.
- Það sem síðan endanlega gekk frá fyrirtækinu voru Airbus A330 breiðþoturnar. Með því að taka þær í notkun voru stjórnendur WOW Air búnir að missa sjónar á stefnu sinni sem var að vera lággjaldaflugfélag. Skúli sjálfur hefur viðurkennt þessi mistök en sá þau greinilega of seint og hlustaði ekki á varnaðarorð Baldenza.