Lesandi sendi DV þessa mynd af bíl sem ekið var á ofsahraða upp Skeljabrekku í Kópavogi upp úr klukkan sex í morgun. Líklega var um ölvunarakstur að ræða þó að ekkert liggi fyrir um það. Lesandi segir ökumann hafa flúið hlaupandi af vettvangi og skildi bílinn eftir í því ástandi sem myndin sýnir.