Lögreglan stöðvaði bíl í Grafarvogi í morgun upp úr klukkan sjö. Við leit í bílnum fundust fíkniefni og skotvopn sem lögreglan lagði hald á.
Klukkan 10:32 var tilkynnt um útafakstur á Suðurlandsvegi í námunda við Rauðavatn. Allir í bílnum voru undir áhrifum áfengis/fíkniefna og gista nú fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Bíllinn var talsvert skemmdur og var fluttur með dráttarbíl af vettvangi.
Laust fyrir hádegi var bíll stöðvaður á Kringlumýrarbraut en ökumaður reyndist var undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Jafnframt voru of margir farþegar í bílnum og ökumaður var án ökuréttinda.