fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Klúður ríkisstjórnarinnar: Svona átti ríkið að bregðast við falli WOW Air

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. mars 2019 11:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Runólfur Ágústsson athafnamaður og fyrrverandi rektor á Bifröst segir að ríkið hafi gert mikil mistök við gjaldþrot WOW Air í vikunni. Eina viðbragðsáætlun ríkisstjórnarinnar hafi snúist um að koma strandaglópum á milli staða þegar ríkið átti í rauninni að grípa inn í með miklu róttækari hætti til að lágmarka tjónið af falli WOW Air. Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í dag.

„Þeir Bandaríkjamenn sem ætluðu að koma hingað í sumar með WOW, í hundruðum þúsunda tali, þeir eiga ekki flugmiða. Þeir geta reynt að finna annað flugfélag eða sleppt því að koma og afpantað gistingu. Og þetta er það sem þeir eru að gera. Ég heyri það frá fólki í ferðaþjónustunni. Tap ríkissjóðs er miklu meira en nemur þessum fimm milljörðum sem falla á atvinnuleysistryggingastjóð,“ sagði Runólfur.

Það sem ríkið átti að gera var þetta, að mati Runólfs:

Taka yfir rekstur WOW Air í sex mánuði og loka honum síðan. Á þeim tíma hefðu önnur flugfélög fengið ráðrúm til að fylla skarð WOW á markaðnum.

Skiptar skoðanir voru í þættinum um þetta og bent á að WOW Air hafi tapað 12.000 kr. á hverjum seldum flugmiða í fyrra. Vafasamt sé að ríkið standi undir slíkum rekstri. Runólfur ítrekaði þá að þetta hefði einungis átt að vera tímabundin aðgerð til að minnka tjónið af brotthvarfi WOW af markaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun