fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar Smári segir Morgunblaðið hafa náð botninum með fréttinni um Báru

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. mars 2019 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson segir Morgunblaðið hafa náð botni í sögu sinni með frétt um Báru Halldórsdóttur og Klaustursupptökuna í gær. Morgunblaðið fullyrti þá í fyrirsögn að myndaeftirlitsupptökur sýni að Bára Halldórsdóttir hafi undirbúið hlerun sína á samræðum þingmanna Miðflokksins á Klaustur Bar fyrir fram. Blaðið hefur þetta eftir Bergþóri Ólasyni sem segist styðjast við skoðun lögfræðings síns á eftirlitsupptökunni. Bára hefur hins vegar sjálf séð upptökuna og frásögn hennar af innihaldi hennar stangast algjörlega á við fullyrðingar Bergþórs. Þetta kom fram í viðtali DV við Báru í gær.

Gunnnar Smári skrifar eftirfarandi um frétt Morgunblaðsins á Facebook-síðu sína:

„Forsíðufrétt Morgunblaðsins, blaðs sem á sér æði skuggalega sögu, en hefur líklega aldrei farið í gegnum annað eins myrkur og þessi misserin. Mogginn fjallar um Klausturdónanna sem fórnarlömb samsæris, menn sem grípa í hvaða falsvon sem er fremur en að taka ábyrgð á orðum sínum. Algjör botn í sögu Morgunblaðsins; blaðið er auðsjáanlega í höndum manna sem eru ekki aðeins lélegir blaðamenn heldur afleitir stjórnmálamenn. Enda menn sem bera sök á niðurbroti samfélagsins á síðustu áratugum; velferðarkerfisins, stjórnmálanna og hins lýðræðislega vettvangs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun