fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Flugfreyjur WOW air þurfa að leita til Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstofnunar kirkjunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 31. mars 2019 13:52

Tekið skal fram að fréttin fjallar ekki um þessar tilteknu konur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir starfsmenn WOW air eru mjög illa staddir eftir gjaldþrot fyrirtækisins í vikunni. Ekki bara missir fólk vinnuna og fær ekki uppsagnarfrest greiddan heldur fær það engin laun um þessi mánaðamót. VR lánar félagsmönnum sínum fyrir launum um mánaðamótin á meðan beðið er eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Sú afgreiðsla tekur langan tíma og einnig tekur það töluverðan tíma fyrir fólk að komast á atvinnuleysisbætur. Margir starfsmenn WOW air eru ekki í VR, þar á meðal flugfreyjur.

Í umfjöllun RÚV um þetta mál kemur fram að flugfreyjum WOW air hafi verið vísað á Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar um aðstoð. Í viðtali við RÚV segir Kristón Þórdís Þorgilsdóttir flugfreyja:

„Það var ekki viðbúið, þó að maður vissi að þetta gæti farið svona. Okkur var sagt að það væri til launasjóður. Og maður vissi í raun ekki að þetta gæti gerst. Að það væri bara í alvörunni þannig að enginn mundi grípa þig ef félagið færi í gjaldþrot. Við áttum aldrei von á að standa uppi með ekkert.” 

Nokkur dæmi eru um hjón eða pör þar sem báðir aðilar voru við störf hjá WOW air. Á þeim heimilum er skellurinn sérlega stór því báðar fyrirvinnurnar eru launalausar um þessi mánaðamót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun