fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Vélsleðaslys í Heklu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. mars 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur klukkustundum voru nokkrar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna göngumanns á Esju. Var sá að ganga hefðbundna leið á Þverfellshorn en kenndi sér meins og treysti sér ekki lengra. Þrír hópar björgunarmanna ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á staðinn en viðkomandi var um hálfa leið upp á Þverfellshorn.  Var hlúð að viðkomandi og hann borinn í börum niður á bílastæði en þangað var komið um hálfeitt leytið. Verður hann fluttur á sjúkrahús til nánari skoðunar.

Fyrir stuttu voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna vélsleðaslyss á Heklu. Samkvæmt fyrstu tilkynningu er viðkomandi staddur um 200 metra frá toppnum, veður ágætt og aðstæður því góðar af því leytinu. Þar sem mikill fjölda björgunartækja er á sameiginlegri æfingu björgunarsveita á Austurlandi voru snjóbílar úr Reykjavík einnig kallaðar út.

Uppfært: 

Um klukkan eitt komu fyrstu björgunarmenn að slösuðum vélsleðamanni á Heklu. Þeir veittu honum fyrstu hjálp og hlúðu að honum. Hann var svo settur um borð í þyrlu LHG sem hélt af slysstað um 13:25 og er nú á leið með viðkomandi á spítala. Björgunarmenn eru enn á vettvangi að huga að samferðamönnum og vélsleða mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum