fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Vélsleðaslys í Heklu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 30. mars 2019 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur klukkustundum voru nokkrar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna göngumanns á Esju. Var sá að ganga hefðbundna leið á Þverfellshorn en kenndi sér meins og treysti sér ekki lengra. Þrír hópar björgunarmanna ásamt sjúkraflutningamönnum fóru á staðinn en viðkomandi var um hálfa leið upp á Þverfellshorn.  Var hlúð að viðkomandi og hann borinn í börum niður á bílastæði en þangað var komið um hálfeitt leytið. Verður hann fluttur á sjúkrahús til nánari skoðunar.

Fyrir stuttu voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna vélsleðaslyss á Heklu. Samkvæmt fyrstu tilkynningu er viðkomandi staddur um 200 metra frá toppnum, veður ágætt og aðstæður því góðar af því leytinu. Þar sem mikill fjölda björgunartækja er á sameiginlegri æfingu björgunarsveita á Austurlandi voru snjóbílar úr Reykjavík einnig kallaðar út.

Uppfært: 

Um klukkan eitt komu fyrstu björgunarmenn að slösuðum vélsleðamanni á Heklu. Þeir veittu honum fyrstu hjálp og hlúðu að honum. Hann var svo settur um borð í þyrlu LHG sem hélt af slysstað um 13:25 og er nú á leið með viðkomandi á spítala. Björgunarmenn eru enn á vettvangi að huga að samferðamönnum og vélsleða mannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára
Fréttir
Í gær

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“