Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um konu í sjónum við Ánanaust. Konunni var bjargað á land og reyndist hún vera óslösuð. Hún var köld og var hún flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunnar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Það segir einnig frá því að til slagsmála kom í Álfheimum og var einn maður fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar.
Brotist var inn í hús við Snorrabraut og stolið þaðan. Gerandi er ókunnur.
Um háltvöleytið í nótt var tilkynnt um tvo menn að eiga við svalahurð að Berjavöllum. Þeir flúðu af vettvangi er þeir urðu varir við húsráðanda og fundust ekki.