fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Þórlindur: Skúli verður ekki sakaður um hræsni – Vonar að tilraunin endurtaki sig

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að eflaust séu margir reiðir Skúla Mogensen yfir því hvernig fór fyrir WOW air er ekki annað að sjá en hann hafi verið heiðarlegur í sinni framkomu og gengist við því sem honum sýnist hafa mistekist. Þar að auki segist hann hafa lagt aleiguna undir í rekstrinum. Ef það reynist rétt verður Skúli ekki sakaður um hræsni heldur aðeins óhóflega bjartsýni.

Þetta segir Þórlindur Kjartansson, hagfræðingur og pistlahöfundur Fréttablaðsins, í grein sinni í blaðinu. Þar gerir Þórlindur upp fall WOW air og kemur Skúla að einhverju leyti til varnar. „Það er reginmunur á þeim skipstjórum sem yfirgefa allra síðastir sökkvandi skip og hinum sem lauma sér fyrstir frá borði,“ segir Þórlindur í grein sinni.

Þá segist hann vona að þess verði ekki langt að bíða að önnur tilraun verði gerð til að byggja upp flugfélag eins og WOW hér landi. Það verði þó að draga lærdóm af falli félagsins.

Djúpstæðar og miklar afleiðingar

Þórlindur segir að eðli málsins samkvæmt hafi margir mjög sterkar skoðanir á því sem gerðist, hvernig hafi verið hægt að koma í veg fyrir það og hvað þurfi að gerast næst.

„Þetta er ekki skrýtið og slík umræða getur verið gagnleg. Gjaldþrot WOW er mikið alvörumál; afleiðingarnar eru miklar og djúpstæðar fyrir þúsundir manna og fjölda fyrirtækja. Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi verður fyrir þungu höggi og orðspor Íslands í ferðaheiminum bíður hnekki,“ segir hann og bætir við að það auki eflaust á áfall starfsmanna hversu mikil samstaða ríkti innan fyrirtækisins. Fólk hafi verið stolt og lagt metnað í vinnuna sína.

Nauðsynleg endurstilling 

Þórlindur segir að það sé hættuspil fyrir utanaðkomandi að koma sér upp of sterkum skoðunum á því sem gerðist. Nærtækast sé þó að draga þá ályktun að áhersla á of hraðan vöxt hafi ráðið miklu um afdrif WOW air. „Hið ofurlága verð sem stundum var í boði benti til þess að félagið hygðist borga rekstrarskuldir gærdagsins með aukinni veltu morgundagsins en ekki raunverulegri arðsemi af rekstrinum,“ segir hann.

Skúli hafi þegar bent á að ófarirnar megi að miklu leyti rekja til þess að félagið hafi vikið of langt frá upprunalegri stefnumörkun lággjaldaflugfélags með því að flækja þjónustuframboð um of. Þá hafi sú ákvörðun að taka breiðþotur inn í flotann vegið þungt.

Þórlindur segir einnig í grein sinni að ef atvinnugrein er umfangsmikil en ekki arðsöm þá sé verið að beina kröftum og fjármagni í rangan farveg. Ef raunin er þessi með ferðamennsku hér á landi þá sé að aðlögun og endurstilling nauðsynleg og óhjákvæmileg. Burtséð frá raunverulegum ástæðum falls WOW þá segir Þórlindur brýnt að í umræðum um efnahagsmál sé gerður greinarmunur á því þegar hlutir mistakast eða þegar það voru mistök að reyna þá.

„Hagkerfi þar sem misheppnaðar tilraunir eru tortryggðar og jafnvel gerðar glæpsamlegar geta ekki fóstrað nýsköpun og munu missa af mikilli verðmætasköpun. Gjaldþrot WOW er nefnilega ekki endilega sönnun þess að hugmyndin hafi verið slæm heldur einungis að hún hafi misheppnast í þessari atrennu. Við uppbyggingu félagsins varð til mikil og verðmæt þekking sem ætti með réttu að nýtast sem veganesti í nýjar tilraunir og ný ævintýri—sem munu sum enda vel en önnur ekki. “ segir hann.

Þá segir hann mikilvægt í umræðu um atvinnulíf að ólund í garð hagnaðar og velgengni nái ekki yfirhöndinni. „Það er nefnilega vandlifað fyrir frumkvöðla og brautryðjendur ef þeir eru gagnrýndir og jafnvel úthrópaðir hvort sem reksturinn hjá þeim fuðrar upp í rjúkandi rústir eða skilar þeim myndarlegum hagnaði og jafnvel auðæfum.“

Lærdómur dreginn af falli WOW

Þórlindur segir svo að lokum að vonandi verði þess ekki langt að bíða að ný tilraun verði gerð til að byggja upp félag eins og WOW air á Íslandi. „Auðvitað verður það ekki nákvæmlega eins og vitaskuld hlýtur margvíslegur lærdómur að vera dreginn af því sem kom í veg fyrir að þessi tilraun gengi upp.“

Hann segir að heilbrigð samkeppni og endurnýjun sé öllum til gagns nema þeim sem komast í óeðlilega einokunarstöðu. „Fyrir alla aðra er samkeppnin mikilsverð jafnvel þótt í henni felist óvissa og stundum tímabundin áföll; jafnvel mjög stór eins og nú blasir við. Viðbrögð við gjaldþroti WOW mega því alls ekki vera á þá leið að draga úr tækifærum annarra aðila til þess að starfa á þessum markaði og veita samkeppni í verði, áfangastöðum og þjónustugæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára
Fréttir
Í gær

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“