fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Simmi Vill segir Sóley til syndanna: „Að niðurlægja sjálfa sig og allan málstaðinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Sóleyjar Tómarsdóttur, fyrrverandi oddvit VG í borgarstjórn, um hrun WOW Air hafa vakið hörð viðbrögð víða. Hún sagðist enga samúð hafa með Skúla Mogensen, forstjóra WOW, og virtist gefa í skyn að fall félagsins væri karlmennsku að kenna.

Sigmar Vilhjálmsson, athafna- og fjölmiðlamaður, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum en á Facebook segir hann Sóley til syndanna. Í athugasemdum við þráð hjá Örvari Þór Guðmundssyni segir Sigmar hana holdgervingur þeirra sem eru að eyðileggja kvenréttindabaráttu á Íslandi.

Besta falli fáfræði

Sigmar segir í fyrsti að Sóley hafi góða fjarveru en hjólar svo fastar í hana. „Þegar Sóley Tómasdóttir fer fram með þessum hætti, þá er hún að niðurlægja sjálfa sig og allan málstaðinn sem hún stendur fyrir. Það að snúa þessum upp í kynjafræði og persónugera 1400 manna fyrirtæki í einum manni er í besta falli fáfræði. Sóley hoppar yfir þau ár þegar Wow var hluti af stöðuleikanum og hagvextinum sem verið hefur undan farin misseri. Það var ekki Skúla einum að þakka, ekki frekar en að þessi örlög séu honum einum að kenna. Sóley Tómasdóttir er holdgervingur þeirra sem eru að eyðileggja þann frábæra árangur sem náðst hefur í kvennréttindabaráttu hér á landi. Svona ummæli eins og hún birtir opinberlega rammar þau skemmdarverk inn… og það á twitter!,“ skrifar Sigmar.

Sóley svarar fyrir sig og segist hafa áorkað margt með því að stuða menn eins og hann. „Ef ég hefði háð baráttu að þínu skapi Simmi, þá væri árangurinn sannarlega ekki eins frábær og þú vilt meina. Af því, læk it or not, ég hef haft umtalsverð áhrif á stöðu kvenna á Íslandi með því að stuða menn eins og þig reglulega,“ skrifar Sóley.

Sama þó hún stuði hann

Sigmar stendur þó fast á sínu og svarar: „Mikið finnst mér þú leyfa þér að alhæfa um mig og mínar skoðanir. Hvað þá mínar gjörðir. Það vill svo til að ég hef hlustað á þig í mörg ár og er sammála mjög mörgu sem þú hefur lagt til málanna. Þú hins vegar hefur greinilega ekkert kynnt þér um skoðanir mínar. Jú, þú veist amk hvaða skoðun ég hef á Tístinu þínu og ég stend við þá skoðun, hún var þér til minnkunar. Það er ekki þar með sagt að þú sért alslæm. Allir gera mistök og ég flokka þetta bræðis-tíst þitt sem slík.“

Hann bætir því svo við að hann sé reiðubúinn að hitta hana í kaffi. „Annars er ég alveg til i að hitta þig i kaffi og leyfa þer að hlusta a minar skoðanir, hafir þú áhuga á þvi. Ef ekki, þá er ágæt að vera ekki með sleggjudóma um menn og málefni sem maður hefur ekki kynnt sér,“ segir Sigmar.

Sóley tekur heldur fálega í þetta boð. „Já, kannski ég hitti þig og Jón Steinar og alla hina kallana sem vilja ólmir fara með mér í kaffi til að kenna mér. Eða nei annars, ég verð einmitt upptekin þá. Mér er alveg sama hvort ég stuða þig eða ekki og í raun alveg sama hvað þér finnst um þetta tíst. Það sem mér finnst athyglisvert hvað það hefur vakið mikla reiði að ég skuli tengja frauðkenndan rekstur og áhættusækni við skaðlega karlmennsku. Sýnir að við eigum ansi langt í land.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt

Hraðbanka Íslandsbanka stolið í nótt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni

Kennaraverkfall kom afar illa við fatlaða stúlku – Stuðningsfulltrúa sem var ekki í verkfalli meinað að sinna henni
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun