fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Reyndi að svipta sig lífi á skrifstofu Rauða krossins: Fluttur á bráðamóttöku í járnum – Hékk utan á brú yfir Miklubraut í febrúar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 16:00

Ljósmynd: Sara G. Amo.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur í járnum á bráðamóttöku í vikunni eftir að hafa reynt að svipta sig lífi á skrifstofu Rauða krossins. Kvennablaðið fjallar um þetta en maðurinn sem um ræðir heitir Mohsen og er hælisleitandi frá Íran. Þessi sami maður hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut þann 7. febrúar.

Í frétt Kvennablaðsins kemur fram að maðurinn hafi dvalið á Íslandi undanfarna tíu mánuði. Mohsen var á skrifstofu Rauða krossins á þriðjudag í opnum viðtalstíma fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Svo virðist vera sem hann hafi veitt sér áverka á háls með eggvopni, en heimildir Kvennablaðsins herma að hann hafi verið fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í járnum. Sauma þurfti tíu spor í hálsinn.

Andlega og líkamlega veikur

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, fjallaði um mál Mohsen í febrúar síðastliðnum. Sema sagði að Mohsen hafi flúið frá Íran vegna pólitískra ofsókna. Sagði hún að hann væri bæði andlega og líkamlega veikur og hefði þjáðst af slæmri gyllinæð í marga mánuði. Afleiðingar þess hefðu verið hrikalega sársaukafullar og hræðilegar, en þó ekki nógu slæmar til Útlendingastofnun væri tilbúin að greiða fyrir aðgerð sem Mohsen þurfti til að geta gengið eðlilega á ný.

Þann 22. febrúar síðastliðinn skrifaði Sema Erla á Facebook:

„Samt sem áður fékk hann enga aðstoð og upplifði svo miklar þjáningar og vonleysi að hann neyddist til þess að grípa til örþrifaráða eins og hungurverkfalls, sjálfsskaða og hótana um að taka sitt eigið líf vegna þess að hann fær ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða enn eitt dæmið um ómannúðlega og grimma meðferð Útlendingastofnunar á fólki á flótta.“

Í frétt Kvennablaðsins kemur fram að Mohsen vilji koma því á framfæri að hann vilji ekki né myndi vinna öðrum mein. Eftir að hafa fengið meðhöndlun á bráðamóttöku í vikunni ræddi sálfræðingur þar stuttlega við hann. Að sögn Kvennablaðsins var hann spurður hvort hann myndi reyna að svipta sig lífi á nýjan leik. Mohsen er sagður hafa svarað því játandi en samt var honum sagt að fara heim en tjáð að hann gæti komið í hópmeðferðartíma á sjúkrahúsinu daginn eftir.

Í frétt Kvennablaðsins er haft eftir fulltrúa Rauða krossins að Útlendingastofnun eigi að bera ábyrgð á því að fylgjast með ástandi skjólstæðinga sinna eftir atvik sem þessi og sjá til þess að þeir njóti viðhlítandi heilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir það virðist Útlendingastofnun ekki hafa yfirsýn yfir tölfræði tilvika sem þessara, það er sjálfsskaða flóttafólks eða þeirra sem leita eftir vernd hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára
Fréttir
Í gær

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“