Á öðrum tímanum í nótt var maður handtekinn grunaður um fíkniefnamisferli. Hann var látinn laus að yfirheyrslu lokinni. Á þriðja tímanum var kona handtekin grunuð um ölvun við akstur. Á tveimur farþegum í bifreiðinni fundust meint fíkniefni. Eigandi bifreiðarinnar vildi ekki heimila leit í bifreiðinni og voru þremenningarnir því vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.