fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Helgi og Brynjar játa sök: Söluverðmætið rúmar 200 milljónir króna

Auður Ösp
Föstudaginn 29. mars 2019 20:00

Hér má sjá ferðatöskuna þar sem hluti efnanna voru falin. Ljósmynd/The Australian Border Force Image Library

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Heiðar Steinarsson og Brynjar Smári Guðmundsson, sem handteknir voru fyrir kókaínsmygl í Ástralíu í nóvember síðastliðnum, hafa báðir játað sök í málinu. Verði þeir sakfelldir geta þeir átt lífstíðardóm yfir höfði sér.

Upplýsingafulltrúi héraðsdómstóls Victoriu-fylkis segir í skriflegu svari til DV að aðalmeðferð í málum tvímenningana muni hefjast þann 29. maí næstkomandi.

DV greindi frá handtöku tvímenninganna í lok seinasta árs og þá var töluvert fjallað um málið í áströlskum fjölmiðlum.

Þann 26. nóvember var Brynjar Smári stöðvaður á flugvellinum í Melbourne þar sem hann var að koma frá Hong Kong. Var hann tekinn afsíðis því tollvörðum þótti farangur hans grunsamlegur. Kom þá í ljós að rúmlega fjögur kíló af kókaíni voru falin í fóðri ferðatöskunnar. Það var fyrir samvinnu alríkislögreglunnar og tollgæslunnar að upp komst um smygltilraunina. Í kjölfarið var Helgi Heiðar handtekinn á hóteli í borginni eftir að 2,7 kíló af kókaíni fundust á hótelherbergi hans. Tvímenningarnir voru í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Söluverðmæti efnanna sem tvímenningarnir voru gripnir með er talið vera rúmlega 215 milljónir íslenskra króna en talið er líklegt að fíkniefnin hafi átt að fara á markað í Ástralíu. Samkvæmt skýrslu Global Drug Survey, sem kom út á síðasta ári, er kókaínverð í Ástralíu það næsthæsta í heiminum. Ástæðan er meðal annars strangt tolleftirlit.

Mál mannanna tveggja eru aðskilin fyrir héraðsdómi í Melbourne en fyrirtaka fór fram í báðum málum þann 19. mars þar sem þeir játuðu báðir sök. Sem fyrr segir eiga þeir þungan dóm yfir höfði sér verði þeir sakfelldir. Hvorugur þeirra á sakaferil að baki hér á landi. Líkt og fram kom í frétt DV í nóvember njóta þeir og fjölskyldur þeirra aðstoðar utanríkisráðuneytisins vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“