fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Carmen kærir Jón Baldvin til lögreglu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Málið er nú komið í hend­ur lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Ég ber fullt traust til embætt­is­ins og trúi því að málið verði rann­sakað af fag­mennsku. Að teknu til­liti til þessa mun ég ekki tjá mig meira um málið op­in­ber­lega að svo stöddu.“

Þetta hefur mbl.is eftir Carmen Jóhannsdóttur í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Að sögn mbl.is hefur Carmen kært Jón Baldvin vegna kynferðislegrar áreitni sem hún telur hann hafa beitt sig á Spáni sumarið 2018.

Carmen steig fram í viðtali við Stundina í janúar síðastliðnum þar sem hún lýsti hinni meintu áreitni.

„Svo sat vinkona þeirra á milli þeirra og ég og mamma. Ég sat næst honum. Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Forsaga málsins er að Carmen heimsótti Jón Baldvin ásamt móður sinni, Laufey Ósk Arnórsdóttur síðasta sumar meðan HM í fótbolta stóð yfir. Laufey ólst upp á Ísafirði en hún var vinkona Aldísar, dóttur hjónanna.Var þeim boðið að gista hjá hjónunum.

Áreitnin sem Carmen kveðst hafa orðið fyrir átti sér stað stuttu eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM en þá buðu Jón Baldvin og Bryndís gestum í mat á þaki húss þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi

Lögmaður segir embættismann í forsætisráðuneytinu verða að bera ábyrgð á eigin fylleríi
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi

Gömul ummæli Jóns Péturs um einkunnakerfi rifjuð upp – Var ekki hrifinn af tölunum og fagnaði nýju kerfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“