fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Bandarískur ferðamaður krafinn um 15 milljónir vegna slyss – Landsréttur hleypti honum úr landi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 29. mars 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður, karlmaður á þrítugsaldri, hefur verið ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og brot gegn umferðarlögum. Hann ók aftan á kyrrstæðar bifreiðar á Reykjanesbraut við Tjarnarvelli í apríl á síðasta ári. Landsréttur taldi ekki ástæðu til að maðurinn myndi sæta farbanni og fór hann til síns heima. Ekki hefur náðst í manninn til að birta honum ákæru í málinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Aðdragandi slyssins var að bolti rúllaði eftir veginum. Ökumaður sá boltann, stoppaði og kveikti á viðvörunarljósum bifreiðarinnar og hugðist fjarlægja boltann. Næsta bifreið fyrir aftan var einnig stöðvuðu en ökumaður þriðju bifreiðarinnar, Bandaríkjamaðurinn, gætti ekki að sér og ók aftan á bifreiðina fyrir framan sig.

Ökumaður fremsta bílsins hlaut lífshættulega áverka, þar á meðal höfuðkúpubrot, blæðingu í heila, rifbeinsbrot og innvortis blæðingar. Þá breyttist persónuleiki hans og sjónsvið vinstra auga.

Lögreglan fór fram á farbann yfir Bandaríkjamanninum og féllst héraðsdómur á það en Landsréttur felldi þann úrskurð í gildi og sagði að lögreglan hefði upplýsingar um símanúmer, netfang og vinnustað mannsins í Bandaríkjunum. Engin gögn bentu til að hann myndi reyna að komast undan réttvísinni.

Ákæran á hendur honum var nýlega birt í Lögbirtingablaðinu en það bendir til að illa hafi gengið að hafa uppi á manninum til að birta honum ákæruna.

Ökumenn beggja hinna bifreiðanna og farþegar í annarri þeirra krefjast samtals um 15 milljóna í bætur frá Bandaríkjamanninum. Þá er gerð refsikrafa í málinu en allt að fjögurra ára fangelsi liggur við brotum mannsins ef hann verður sakfelldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára
Fréttir
Í gær

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“