fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Airport Associates segir upp 315 manns – 59 missa vinnuna hjá Kynnisferðum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. mars 2019 15:02

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

315 manns munu missa vinnuna hjá Airport Associates eftir fall WOW air í gær. Þetta kemur fram á Vísi en þar segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, að um helmingur af starfsemi flugafgreiðsluþjónustu fyrirtækisins hafi snúið að verkefnum tengdum WOW air.

„Þetta kallar á miklar breytingar. Við gerum ráð fyrir því að endurráða marga af þessum 315 aftur. En, þetta er hugsað til að milda höggið. Við þurfum að endurskipuleggja allt vaktafyrirkomulag. Nú er til dæmis ekkert að gera á þeim tíma sólarhringsins þar sem í nógu var að snúast. Við munum bjóða þessum starfsmönnum vinnu aftur en þá hugsanlega miðað við minna starfshlutfall,“ segir Sigþór við Vísi.

Þá greinir mbl.is frá því að 59 manns muni missa vinnuna hjá rútufyrirtækinu Kynnisferðum. Unnið er að því að greina fólkinu frá starfsmissinum en um er að ræða 13 til 14 prósent starfsfólks.

„Það er mik­il óvissa í gangi hjá starfs­fólk­inu. Við erum að reyna að leggja áherslu á að klára þetta sem fyrst til að eyða óviss­unni svo við get­um sent starfs­fólki tölvu­póst um að aðgerðunum sé lokið,” hefur mbl.is eftir Birni Ragn­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra Kynn­is­ferða.

Árshátíð fyrirtækisins sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað af þessum sökum. Í frétt Mbl.is kemur fram að það séu helst tveir þættir sem orsaki þessar uppsagnir; annars vegar fall WOW air sem var stór viðskiptavinur Kynnisferða og hins vegar áhafnaakstur Icelandair sem fyrirtækið sér ekki lengur um. Farþegar sem keyptu flug með WOW air gátu keypt rútuferðir þegar þeir bókuðu flug. Fall WOW hefur því mikil áhrif á Kynnisferðir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Í gær

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun

Segir Carbfix hafa hefnt sín á Heimildinni fyrir gagnrýna umfjöllun
Fréttir
Í gær

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára

Fær loksins leikskólapláss þegar sonurinn er að verða þriggja ára
Fréttir
Í gær

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“

Pétur Geir var barinn með kúbeini og hamri í Bríetartúni – „Þetta var morðtilraun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“

Segir fundinn hafa snúist um endurreisn samstarfs Bandaríkjanna og Rússlands – „Úkraína varð aukaatriði“