fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Sóley um hrun WOW: „Hef hvorki samúð né húmor fyrir körlum með ofvaxin egó“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. mars 2019 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti VG í borgarstjórn, segist enga samúð hafa með Skúla Mogensen og virðist segja að það sé karlmennsku að kenna að WOW Air hafi farið í þrot. Hún tjáir sig um málið á bæði Twitter og Facebook.

„Ég hef hvorki samúð né húmor fyrir körlum með ofvaxin egó og ótakmarkaða möguleika á að ógna stöðugleika og velferð okkar hinna. #karlmennskan #wow,“ segir Sóley sem tekur síðan fram: „En það skal tekið fram að hugur minn er sannarlega hjá starfsfólki, fjölskyldum þeirra og strandaglópum víðsvegar um heiminn.“

Á Facebook skýrir hún mál sitt nánar og segist ekki skilja fólk sem ver WOW Air. „Ég sé hér að fólk er mjög spælt yfir að hafa misst samkeppni á íslenskum flugmarkaði, saknar WOW og er brjálað út í Icelandair. Ég er ætla ekki að hafa skoðun á Icelandair eða okri á þeim bæ, en skil ekki að fólk skuli verja flugrekstur og fargjöld sem eru engan veginn sjálfbær,“ segir Sóley.

Hún spyr svo hvort það sé ekki kominn tími á ábyrgari rekstur. „Viljum við í alvöru ennþá byggja samfélagið á loftbólum sem koma og fara, bjóða lág verð á meðan þau lifa en valda svo ómældum skaða eftir það? -Er ekki kominn tími til að við krefjumst ábyrgs reksturs og raunverulega sanngjarns verðs hjá fyrirtækjum sem ógna ekki efnahagslegum stöðugleika þúsunda fjölskyldna og landsins alls með reglulegu millibili?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki

Múlaborgarmálið: Lögregla fundaði með foreldrum og starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““