„Viðskiptahliðar Wow og framtíðaráhrif eru í umræðunni allsstaðar í dag. Ég vil minnast á alla þá starfsmenn sem vöknuðu upp við virkilega slæmar fréttir, óvissu og breytta heimsmynd,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og fyrrverandi fjölmiðlamaður.
Fall WOW er á allra vörum í dag og ljóst að margir eru í áfalli yfir því að ekki hafi tekist að bjarga félaginu. Sigmar er einn þeirra og kveðst hann hugsa um starfsmenn félagsins og þá starfsmenn sem unnu afleidd störf sem tengjast WOW air á einn eða annan hátt.
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Wow Air var miklu meira en Skúli Mogensen og miklu meira en bara tap hinna og þessa í peningum. Sumt er ekki metið til fjár og óvissan sem starfsmenn og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir núna er eitt af því sem ekki verður metið til fjár.
Ég sendi jákvæða strauma til þeirra allra og fjölskyldna þeirra.“