fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Rússneskar sprengjuflugvélar á flugi við Ísland

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2019 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær rússneskar herflugvélar flugu í gærkvöldi inn í loftrýmiseftirlitsvæði við Ísland, en þó utan við íslenska lofthelgi.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni höfðu vélarnar hvorki tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru þær með ratsjárvara í gangi.

Í samræmi við vinnureglur Atlandshafsbandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins sem eru hér á landi til móts við vélarnar til að auðkenna þær. Vélarnar reyndust vera rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142. Sambærilegt atvik átti sér stað fyrr í þessum mánuði þar sem ítölsku herþoturnar þurftu að fljúga móti rússneskum sprengjuflugvélum.

Flugsveit ítalska flughersins kom nýverið til Íslands sem liður í verkefni sem heyrir undir svæðisstjórnstöð NATO. Landhelgisgæsla Íslands ber ábyrgð á framkvæmdinni hér á landi í samvinnu við ISAVIA. Á Íslandi eru nú fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna