fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Liðsmenn Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. mars 2019 14:19

Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Georg Holm, Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason og Jón Þór Birgisson, liðsmenn hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa verið ákærðir fyrir skattsvik. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arðgreiðslur.

RÚV greinir frá þessu. Þar segir að allir meðlimir hljómsveitarinnar utan Kjartans Sveinssonar eru ákærðir fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattaframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014.

Í ákærunni á hendur Jóni Þór Birgissyni, söngvara sveitarinnar, er honum gefið að sök að hafa komið sér undan greiðslu tekjuskatts upp á rúmar 30 milljónir króna og fjármagnstekjuskatt upp á 13 milljónir. Georg Holm, bassaleikari sveitarinnar, er ákærður fyrir að hafa komist hjá greiðslu tekjuskatts upp á 35 milljónir og fjármagnstekjuskatts upp á 9,5 milljónir.

Orri Páll Dýrason er ákærður fyrir að hafa komist hjá greiðslu tekjuskatts upp á 36 milljónir og fjármagnstekjuskatt upp á 9,5 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt