fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Fréttir

Korthafar fá endurgreitt en verða að koma sér heim á eigin kostnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Korthafar kredit- og debitkorta frá Mastercard fá endurgreidd flugfargjöld frá WOW Air sem þeir greiddu með þessum kortum. Fargjöld sem þeir þurfa að kaupa hjá öðru flugfélagi til að komast á áfangastað eru hins vegar ekki tengd endurkröfuréttinum. Tilkynning frá Borgun vegna þessa er eftirfarandi:

 

Endurkröfuréttur korthafa vegna gjaldþrots WOW

Vegna gjaldþrots flugfélagsins WOW Air, vill Borgun hf. koma eftirfarandi á framfæri.

Allir Mastercard kredit- og debit korthafar sem fá ekki flug með WOW air vegna gjaldþrots eiga rétt á endurgreiðslu.

Ef korthafi er staddur erlendis þegar flug er fellt niður og þarf að kaupa flug heim með öðru flugfélagi eru þau kaup ekki tengd endurkröfurétti vegna þess flugs sem fellt var niður. 

Með endurkröfubeiðni þarf að fylgja með afrit af bókunarstaðfestingu flugs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“
Fréttir
Í gær

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt

Var á gangi í Osló – Þá hringdi Trump óvænt