VR hefur ákveðið að aflýsa verkföllum sem hluti félagsmanna átti að vera í á fimmtudag og föstudag. Í tilkynningu frá VR kemur fram að umræðugrundvöllur hafi fundist með viðsemjendum og á að reyna til þrautar að ná samningi. Tilkynningin er eftirfarandi:
„Á samningafundi VR og Samtaka atvinnulífsins í dag var fundinn umræðugrundvöllur um kröfur félagsins og því var ákveðið að aflýsa þeim verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti í nótt og áttu að standa yfir fimmtudaginn 28. mars og föstudaginn 29. mars. Viðræður halda áfram af fullum krafti.“
Það sama gildir um fyrirhuguð verkföll Eflingar. Þeim hefur verið aflýst.