fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Vilja láta kanna hvort blaðamenn séu hlutlausir í umfjöllun um WOW

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2019 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska flugmannafélagið, stéttarfélag flugmanna WOW-air hefur óskað eftir því við Blaðamannafélag Íslands að kannað verði hvort blaðamenn sem fjallað hafa um WOW-air hafi hagsmuna að gæta.

„Í ljósi óvæginna umfjöllunar íslenskra fréttamiðla um WOW air undanfarið óskar íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna svo sem frímiðahlunnindum frá helsta samkeppnisaðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað með tilliti gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sínum.“

Einnig óskar ÍFF eftir því að heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW verði könnuð. Ástæðan er sögð sú að margir „reiði sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð“.

Umræddur bloggari er ekki nefndur á nafn í tilkynningunni, en ætla má að átt sé við Kristján Sigurjónsson hjá Túrista.is. Á vefnum eru fluttar fréttir og birtar greinar sem tengjast ferðlögum Íslendinga út í heim og íslenskri ferðaþjónustu. Í tilkynningu ÍFF er bloggarinn, það er Kristján, sagður „sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum“ og þá sé oftar en ekki vitnað í „órökstuddar hugleiðingar“ hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“