Una Hildardóttir, varaþingmaður og gjaldkeri flokks Vinstri grænna, hefur undanfarna daga fengið heldur hrollvekjandi SMS frá erlendu fyrirtæki sem virðist vita furðumikið um hennar hagi. Fyrirtækið virðist bæði vita að hún sé ólétt og að hún sé á leið til Bandaríkjanna.
Una greinir frá þessu á Twitter þar sem hún skrifar: „Okei ég er byrjuð að fá þessi creepy auglýsinga SMS. Svo margar spurningar. 1. Hver er að senda mér þessar Auglýsingar? 2. Hvernig veit þetta fyrirtæki að ég sé ólétt söngleikjafrík á leiðinni til NY? 3. HVAR FÉKK ÞETTA FYRIRTÆKI SÍMANÚMERIÐ MITT?“
Okei ég er byrjuð að fá þessi creepy auglýsinga SMS. Svo margar spurningar.
1. Hver er að senda mér þessar Auglýsingar?
2. Hvernig veit þetta fyrirtæki að ég sé ólétt söngleikjafrík á leiðinni til NY?
3. HVAR FÉKK ÞETTA FYRIRTÆKI SÍMANÚMERIÐ MITT? pic.twitter.com/oXEXfa2uhP— Una Hildardóttir (@unaballuna) March 27, 2019