fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Kraftaverk Skúla: Fjárhagsleg endurskipulagning WOW á lokametrunum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2019 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV er fjárhagsleg endurskipulagning WOW air komin mun lengra en rætt hefur verið um í fjölmiðlum.

Það er ekki nóg með að meirihluti skuldabréfaeigenda og annarra kröfuhafa hafi samþykkt að breyta skuldum sínum í hlutafé, heldur er tilraun til að fá inn um 5 milljarða króna í nýtt hlutafé á lokametrunum.

Samkvæmt heimildum DV mun Indigo að öllum líkindum leggja til bróðurpartinn af þessum fjármunum og verður því væntanlega stærsti hluthafi WOW.

Talið var að það yrði erfitt fyrir WOW að ná inn þessum 5 milljörðum króna og er ekki langt síðan að félagið lenti í vandræðum með að fjármagna sig um nokkra milljarða í skuldabréfaútboði. Síðan þá hafa skuldir félagsins lækkað gríðarlega og er það orðið mun fýsilegri fjárfestingakostur en áður. Áhugi Indigo hefur því vaknað að nýju og vakti athygli að Skúli Mogensen talaði hlýlega til þeirra í fréttum í gær.

Nái Skúli að ljúka þessu hlýtur það að teljast eitt af kraftaverkum íslenskrar viðskiptasögu. Staða WOW var svo slæm í fyrradag að margir voru í raun búnir að afskrifa félagið. Annað er uppi á teningnum, samkvæmt heimildum DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“