fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

ISAVIA mun ekki breyta skuldum WOW í hlutafé

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. mars 2019 09:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV mun ISAVIA ekki taka þátt í að breyta skuldum WOW í hlutafé. Flugfélagið skuldar ISAVIA tæpa tvo milljarða króna vegna lendingargjalda. Lengt hefur verið í lánum WOW og greiðsluáætlun gerð, en lengra mun ríkisfyrirtækið ekki ganga.

Fulltrúum WOW hefur verið gerð grein fyrir þessari afstöðu og hafa þeir ekki óskað formlega eftir að ISAVIA taki þátt í þeim skuldbreytingaviðræðum sem nú standa yfir.

Að sögn heimildamanna DV væri ISAVIA sett í mjög undarlega stöðu ef það samþykkti að breyta skuldum í hlutafé. Þá væri félagið skyndilega orðið hluthafi í einum stærsta viðskiptavini sínum á Keflavíkurflugvelli, sem ekki gengi upp gagnvart öðrum flugfélögum sem fljúga til Íslands. Þar með væri ríkið líka, í gegnum ISAVIA orðið hluthafi í WOW, sem ekki komi til greina.

Að sögn heimildamanna gæti komið til greina að ISAVIA breytti greiðsluáætlun WOW, en naumast væri hægt að ganga lengra til að koma til móts við félagið, þrátt fyrir að það sé einn mikilvægasti viðskiptavinur ISAVIA á vellinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“